Hestar fljúga bara
einu sinni frá Íslandi

Icelandair Cargo er með áratuga reynslu af því að flytja ferfætta heimsmeistara. Við kappkostum að tryggja velferð og öryggi hestanna á leiðinni út á nýtt heimili.

ÞaÐ er Erfitt
aÐ kveÐja

Þegar komið er að því að kveðja er gott að vita til þess að hestinum eigi eftir að líða vel á ferðalaginu. Sérhannaðir flutningsgámar eru meðhöndlaðir varlega og af umhyggju og hitastýring og fóðurgjöf tryggir að hesturinn upplifi eins lítið rask og mögulegt er.

EFTIRSÓKNARVERÐUR
VINUR

Hesturinn hefur verið félagi og þjónn Íslendinga frá landnámi. Sambandið á milli knapa og reiðskjóta er einstakt og erfitt að lýsa því í orðum. Gagnkvæm virðing og væntumþykja bera þar hæst. Þessi virðing skilar sér alla leið í ný heimkynni þegar flutt er með Icelandair Cargo.

einstakir
eiginleikar

Íslenski hesturinn á engan sinn líka. Fimm gangtegundir hans eru eftirsóknarverðar og smæð hans, þrautsegja og styrkur vekja hvarvetna athygli. Afla honum virðingar.

Á LEIÐ ÚT Í HEIM

Þessi virðing sem borin er fyrir hestinum er sýnileg utan sveita. Hestar sem fluttir eru flugleiðis með Icelandair Cargo búa við öryggi og góðan aðbúnað frá síðustu skrefunum á Íslandi og þar til kemur að fyrstu skrefunum á nýju heimili. Þú getur verið viss um að vini þínum líður vel á leiðinni.

VIÐ FLYTJUM
HEIMSMEISTARA

Góður undirbúningur er lykillinn að góðu gengi. Flutningurinn utan til keppni er mikilvægur liður í undirbúningnum og Icelandair Cargo kappkostar að leggja sitt á vogarskálar velgengninnar.

Samband við þjónustufulltrúa

Takk fyrir að hafa samband, við munum vera í sambandi við þig eins fljótt og auðið er.

Icelandair Cargo

Ef þú hefur spurningar um hvaða vörur við flytjum eða hvernig er best að bera sig að við flutning á ákveðnum vöruflokkum, hafðu þá samband við þjónustufulltrúa okkar með því að fylla út formið hér til hliðar og við verðum í sambandi við þig um hæl.

Einnig er hægt að nálgast frekari upplýsingar á www.icelandaircargo.is